*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 13. júní 2018 10:39

Áhætta fólgin í auknum lánveitingum

S&P segir áhættu vera fólgna í auknum lánveitinga lífeyrissjóðanna til heimila á kostnað bankakerfisins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Matsfyrirtækið S&P segir áhættu vera fólgna í auknum lánveitinga lífeyrissjóðanna til heimila á kostnað bankakerfisins enda hafi lítið reynt á getu Þetta kemur fram í áliti fyrirtækisins sem birt var síðasta föstudag sem jafnframt staðfesti lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. 

Markaðshlutdeild lífeyrissjóða hefur vaxið um átta prósentustig á síðustu tveimur árum. Einnig er bent á að slæm ávöxtum af eignum lífeyrissjóða geti haft það í för með sér að skerða þurfi lífeyrisgreiðslur. 

Þá er það nefnt að ef vissir hópar launþega krefjast umtalsverðra launahækkana gæti það dregið úr samkeppnishæfni landsins.