Lítið er vitað um áhrif makrílgangna á lífríkið við Ísland. Þó er talið ólíklegt að makríll hafi afgerandi áhrif á útbreiðslu sandsílis og átu í hafinu.

„Það hafa verið gerðar óbeinar rannsóknir á áhrifum makríls á lífríkið. Þetta er hins vegar mjög flóknar og erfiðar rannsóknir þótt það gildi auðvitað að það eyðist sem af er tekið. Við sjáum breytileika í magni átu á milli ára á öllum svæðum en við getum ekki fullyrt hvort það stjórnist af framleiðninni í sjónum eða afráni,“ segir Guðmundur J. Óskarsson sérfræðingur í uppsjávartegundum hjá Hafrannsóknastofnun.

Hann segir talsvert minna af átu á þessu ári en var í fyrra á öllu hafsvæðinu. Það er ein meginniðurstaðan í makrílleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar.

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.