Á listanum er að finna mörg þekkt nöfn en Angela Merkel situr í efsta sæti listans og hefur hún verið þar síðan árið 2010. Merkel hefur birst hvorki meira né minna en tíu sinnum á listanum frá því hann var gefinn út og í níu af tíu skiptum hefur hún vermt fyrsta sætið. Þetta kemur fram í frétt Forbes .

Í öðru sæti er Hillary Clinton en hún hefur verið á listanum á hverju ári síðan hann var fyrst gefinn út árið 2004. Áhugavert verður að sjá hvernig listinn verður á næsta ári í ljósi þess að Hillary hefur nú tilkynnt framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.

Þær konur sem voru á topp tíu listanum í ár voru Melinda Gates, Janet Yellen, Mary Barra, Christine Lagarde, Dilma Rousseff, Sheryl Sandberg, Susan Wojcicki og forsetafrúin Michelle Obama.

Þær sem komu nýjar inn á listann voru meðal annars söngkonan Taylor Swift sem er jafnframt sú yngsta og Ruth Prat nýr fjármálastjóri Google.