Jón Birgir Guðmundsson sem tekur við sem útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri og segir nýju vinnuna leggjast mjög vel í sig.

„Það er bara gaman að fá að takast á við ný verkefni og breikka þekkingu og reynslu sína. Þetta er þrjátíu manna útibú og því stærsta fjármálastofnunin á Norðurlandi enda mjög sterk á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði,“ segir Jón Birgir.

„Ég tel mig taka við góðu búi, það fer mjög gott orð af útibúi Íslandsbanka á Akureyri og það verður aðalmarkmiðið að viðhalda þeirri stöðu.“ Jón Birgir er 46 ára viðskiptafræðingur og fjögurra barna faðir.

„Ég er með námið samansett, ég tók fordiplómu í viðskiptafræði í Há¬skólanum í Trier í Þýskalandi, fórum þaðan og tók ég B.S. gráðuna í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Þaðan lá leið mín inn í ráðgjöfina, byrjaði hjá fyrirtæki sem heitir Ráðgarður, var þar í starfsmannaráðgjöf og í ráðningum. Í framhaldi af því fór ég til Akureyrar og opnaði útibú þar fyrir Ráðgarð,“ segir Jón Birgir en Ráðgarður rann síðan inn í IMG þar sem hann leiddi mannauðslínu fyrirtækisins í um tvö ár.

Smá þýðingarvinna gat orðið ansi langur tími

Jón Birgir hefur átt fasta búsetu á Akureyri síðan 1998, en foreldrar hans eru frá Ólafsfirði og kom hann til Akureyrar 16 ára gamall og lærði á viðskiptabraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann segir það hafa verið mjög áhugavert að búa úti í Þýskalandi á sínum tíma. „Þá var náttúrulega flogið til Lúx, og mikill ferðastraumur lá til Luxemborgar og fóru margir í innkaupaferðir til Trier.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.