*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 8. nóvember 2016 14:38

Áhugi Breta á Íslandi aldrei meiri

Skýrsla ferðaþjónusturáðstefnu í London sýnir að nærri 40% Breta hafa áhuga á að ferðast til Íslands

Ritstjórn
Í Englandi eru mörg falleg þorp, þetta er þorpið Bilburry, en stór hluti bresku þjóðarinnar vill heimssækja Ísland.

Samkvæmt skýrslu sem gefin er út í tilefni ferðaþjónustusýningarinnar World Travel Market í London er Ísland vinsælasti áfangastaður Breta fyrir næsta ár, en aðrir vinsælir viðskiptavinir þessarar nágrannaþjóðar okkar eru Kúba, Kína og Indland.

50 þúsund fagaðilar sækja ráðstefnuna

Eru 39% Breta áhugasamir um ferðalög til Íslands samkvæmt skýrslunni, en sýningin verður haldin dagana 7.-9. nóvember og taka 23 fyrirtæki þátt í Íslandsbásnum. Sækja um 50 þúsund fagaðilar úr ferðaþjónustunni ráðstefnuna á hverju ári og er búist við metaðsókn í ár.

Næst á eftir Íslandi er Kúba, en þangað vilja 24% aðspurðra í könnun sem unnin var fyrir skýrsluna fara, 21% vilja fara til Kína og 20% til Indlands.

Þakkað aukinni tíðni norðurljósa

Í skýrslunni er rætt um að búist sé við 2 milljónum ferðamanna til landsins á næsta ári, sem sé fimmfalt fleiri en komu hingað árið 2010, en auknum áhuga er þakkað hve áberandi fótboltalandslið þjóðarinnar var annars vegar og hins vegar auknum norðurljósum vegna þess að sólin sé í hápunkti í útgeislun agna sem mynda norðurljósin.

Í skýrslunni er einnig rætt um sögulegan samning milli ferðaþjónusturáða í Skotlandi og Íslandi, sem kemur í kjölfar þess að nýjar beinar flugleiðir opnuðust milli landanna.