*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 15. ágúst 2017 12:19

Air Berlin óskar eftir greiðslustöðvun

Næst stærsta flugfélag Þýskalands hefur óskað eftir greiðslustöðvun í kjölfarið á miklum rekstarvandræðum.

Ritstjórn
epa

Þýska lágfargjaldaflugfélagið Air Berlin hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Samkvæmt frétt Bloomberg var ákvörðun þess efnis tekin eftir að stærsti hluthafi félagsins, Etihad Airways ákvað að leggja ekki meira fé til rekstursins.

Félagið mun halda starfsemi sinni áfram meðan á greiðslustöðvuninni stendur. Í tilkynningu frá Air Berlin kemur fram að stærsta flugfélag Þýskalands, Lufthansa eigi í viðræðum um að festa kaup á hluta af starfsemi félagsins. 

Air Berlin sem er annað stærsta flugfélag Þýskalands hefur átt í töluverðum rekstrarvandræðum á undanförnum árum. Hefur félagið skilað tapi upp á 1,2 milljarð evra á síðustu tveimur árum. Í kjölfarið hefur félagið þurft að reiða sig á fjármagn frá eigendum þess, til að halda starfsemi sinni gangandi. 

Air Berlin hefur flogið til Keflavíkurflugvallar frá Berlín 2-7 sinnum í viku allt árið um kring. Þá hefur félagið einnig flogið til Íslands frá Düsseldorf yfir sumartímann.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim