Bandaríski netrisinn Airbnb sendi inn umsögn um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur um heimagistingu þar sem reglurnar um þær eru hertar.

Umsögnin sýnir að fyrirtækið hefur áhyggjur af frumvarpinu, en í henni kemur meðal annars fram að síðasta árið hafi 211 þúsund manns gist í Airbnb gistingu hér á landi. Hér séu 2700 manns að opna heimili sín fyrir gesti í gegnum app Airbnb.

Vilja auknar heimildir til útleigu

Frumvarp Ragnheiðar gerir ráð fyrir að einungis sé heimilt að leigja eign að hámarki 90 daga á ári, en Airbnb mælist með að hámarkið verði 120 dagar, sem og að það verði ekki bundið við hvern eigenda.

Vísa þeir í að í London séu slíkar reglur bundnar við hverja íbúð, og að ekki sé nein takmörk á því hve margar eignir hver gestgjafi láni út en í frumvarpi Ragnheiðar er gert ráð fyrir að hámarkið verði tvær íbúðir á hvern gestgjafa.

Jafnframt mælast þeir með að ekki séu settar neinar hömlur á landsbyggðinni, þar sem ekki sé húsnæðisskortur, meðal annars því þar sé skemmri tími ársins sem hægt er að leigja út húsnæði.

Sveigjanleiki nauðsynlegur

Einnig hvetja þeir til þess að reglurnar séu sveigjanlegar þannig að hægt sé að leigja út hluta af húsnæði sínu án takmarkana. Nefna þeir sem dæmi um slíkar reglur að Hamborg leyfi íbúum að leigja út húsnæði sitt 50% af árinu, eða 50% af húsnæðinu allt árið.

Gestir sem kæmu annars ekki

Sofia Gkiousou almannatengill Airbnb ábyrg fyrir Íslandi, tekur fram í umsögn sinni að gestir sem koma í gegnum appið séu ekki að taka eftirspurn frá hefðbundnum rekstraraðilum í ferðaþjónustu, því þetta séu mikið til gestir sem annars myndu ekki ferðast því þeir vilji búa í húsnæði venjulegst fólks.

Jafnframt vill hún meina að gestgjafarnir séu fólk sem oft vinni óhefðbundna vinnu eða hafa húsnæði afnota sem annars væri ekki eða illa nýtt.