Samkvæmt lögum um gistináttaskatt þarf leigusali að greiða 100 krónur per nótt fyrir hvert notað svefnpláss. Þessi gistináttaskattur liggur þvert á öll gæðaþrep - farfuglaheimili jafnt sem lúxussvítur.

Vefur Túrista.is sendi Ríkisskattstjóra fyrirspurn um hvernig háttalagi gistináttagjaldsins er hagað varðandi þjónustur á borð við Airbnb. Samkvæmt vef Airbnb greiðir félagið ekki gistináttagjaldið, en samkvæmt ríkisskattstjóra er unnið að því að leiðrétta þetta.

Í svari skattstjóra segir að verið sé að fara yfir umrædd mál með Airbnb og öðrum fyrirtækjum í sama bransa eins og HomeAway.

„Það er markmið okkar að þessi samskipti við umrædda aðila leiði til betri yfirsýnar í þessum málum þannig að tryggt verði að réttir skattar og gjöld séu greiddir af þessum viðskiptum hér á landi," segir í svari skattstjóra.