Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur varað við því að fyrirtækið gæti neyðst til að flytja vængjaframleiðsluverksmiðjur sínar frá Bretlandi, fari svo að Bretland gangi út úr ESB án samnings. BBC greinir frá.

Forstjóri Airbus, Tom Enders, segir að fyrirtækið gæti þurft að „taka sársaukafullar ákvarðanir fyrir Bretland“ ef það kemur til útgöngu án samnings.

Enders segir auk þess að það sé „hneisa“ að fyrirtæki skuli ekki geta gert ráðstafanir vegna Brexit.

Alls starfa 14.000 manns á vegum Airbus í Bretlandi.