Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur skrifað undir samning við kínversk stjórnvöld um sölu á 140 flugvélum fyrir um 23 milljarða dollara samkvæmt frétt Reuters . Skrifað var undir í Þýskalandi í dag þar sem Xi Jinping forseti Kína er í heimsókn.

Samkvæmt samningnum mun Airbus selja 100 A320 vélar og 40 A350 vélar til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins sem sér kínverskum flugfélögum fyrir flugvélum. Tom Enders, forstjóri Airbus sagði við tilefnið að samningurinn væri sá stærsti sem fyrirtækið hefði gert í langan tíma. Bætti hann því við að um helmingur A320 vélanna myndi yrðu framleiddar í verksmiðjum Airbus í Kína.

Var þetta í fyrsta sinn sem Enders tjáir sig opinberlega eftir skipulagsbreytingar hjá Airbus. Fólust breytingarnar meðal annars í því að móðurfyrirtækið var sameinað flugvélaframleiðslunni sem er kjarnastarfsemi félagsins.