Ákæra embættis sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Weldin,g fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 14 í dag, þriðjudag. Símon Sigvaldason er dómari í málinu og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd embættisins.

Í ákæru kemur fram að Lárus og Guðmundur hefðu misnotuðu aðstöðu sína og stefnt Glitni í stórfellda hættu þegar þeir samþykktu að veita Milestone jafnvirði 10 milljarða króna snemma í febrúar 2008.