Farþegar beggja flugfélaga Icelandair og WOW air hafa afbókað flugferðir hingað til lands í mótmælaskyni við ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga ísraelskar vörur. Þetta segir í frétt RÚV .

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugfélagið hafi fengið mörg skilaboð, bæði á samfélagsmiðlum og með öðrum hætti, frá fólki víðsvegar að úr heiminum þar sem þetta er fordæmt og sagt að fólk sé hætt við ferðir, sé að afpanta ráðstefnur og annað slíkt. Þetta komi víða að og erfitt að sjá í fljótu bragði hvaða áhrif þetta hafi og hversu alvarlegur skaðinn er.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og segir að þau hafi orðið var við töluvert af afbókunum. Einnig hafi þau orðið var við neikvæða umfjöllun á samfélagsmiðlum í garð félagsins þar sem fólk kveðst ekki ætla að fljúga til landsins.