*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 15. nóvember 2014 12:50

Ákvörðun í höndum Íslendinga

Jean-Claude Juncker hefur gefið út að ný ríki fái ekki aðild að Evrópusambandinu á næstu fimm árum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Evrópusambandið er reiðubúið að hefja aðildarviðræður við Ísland að nýju, en ákvörðun um slíkt er alfarið í höndum ríkisstjórnar Íslands. Þetta kemur fram í svari frá stækkunarstjóra ESB til fréttastofu Stöðvar 2, sem greint var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu.

Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefði ekki hug á því að stækka sambandið frekar næstu fimm árin.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkaði yfirlýsingu Juncker sem svo að aðildarviðræðum Íslands við ESB væri því formlega lokið, en viðræðurnar höfðu legið niðri frá ársbyrjun 2013, án þess að hafa verið formlega slitið. Á vefsvæði sínu sagði Gunnar Bragði að yfirlýsing nýja forsetans væri mikið áfall fyrir evrópusambandssinna.

Johannes Hahn, nýr stækkunarstjóri ESB, hefur þó gefið út að sambandið muni halda viðræðum áfram við umsóknarríki og heimsótti nýverið tvö slík ríki, Serbíu og Svartfjallaland, í þeim tilgangi að halda áfam viðræðum.

Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti um orð Juncker. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur eftir embættismönnum í stækkunardeild sambandsins, að Juncker hafi einungis verið að lýsa stöðu viðræðna við umsóknarríki á raunsæjan hátt. Það muni taka allt að fimm árum fyrir umsóknarríki að fá fulla aðild að Evrópusambandinu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim