Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra segir ákvörðun innanríkisráðherra í morgun vekja óhjákvæmilega spurningar um ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri Grænna. Þetta kemur fram á heimasíðu Árna Páls, arnipall.is.

Þar segir: "VG virðist finnast það sjálfsagt mál að skrifa upp á stjórnarsáttmála og stefnumörkun um mikilvægi erlendrar fjárfestingar, en mæta svo öllum erlendum fjárfestingaráformum með tortryggni og með því að gera einstökum fjárfestum ávallt upp annarleg sjónarmið. Öllu virðist tjaldað til og tilgangurinn helga meðalið: Í fyrra sætti Magma fordæmingu fyrir að hafa stofnað skúffufyrirtæki um fjárfestingu á Íslandi en í dag er höfuðrökstuðningur fyrir synjun innanríkisráðherra sá að félag í eigu Nubo sé ekki skráð á Evrópska efnahagssvæðinu. Skilaboðin til erlendra fjárfesta eru skýr: Öllu verður snúið á haus til að verjast erlendri fjárfestingu."

Hér má sjá heimasíðu Árna Páls.