Hlutabréf í Deutsche bank hafa lækkað í verði um 60% síðan 10. apríl síðastliðinn, en í dag hækkuðu bréfin eilítið eða um 1,49%.

Al-Thani fjölskyldan orðinn stærsti hluthafinn

Á dögunum bárust fréttir af því að konungsfjölskyldan í Quatar, sem margir hér á landi kannast við eftir Al-Thani málið svokallaða, hefði aukið við hlut sinn í bankanum, og á fjölskyldan nú nálega 10% eignarhlut.

Í ágúst síðasliðinn átti bankinn 6,1% hlut í gegnum tvö fjárfestingarfélög. Þetta þýðir að nú er fjölskyldan orðin stærsti einstaki eignaraðilinn í bankanum. Í síðustu viku náðu hlutabréf í bankanum sínu sögulega lágmarki.

Sigurður Einarsson fjallar um kaupin

Athygli vakti að Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður í Kaupþingi póstaði frétt Financial Times um þetta efni á facebook síðu sinni. Þar segir Sigurður:

„Hans hátign Al Thani keypti 5,01% hlut í Kaupþingi 22. september árið 2008. Eftir að bankinn féll var því haldið fram að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða. Embætti sérstaks saksóknara tók til starfa árið 2009 og starfsmenn þess gáfu í skyn að Al Thani væri spunapersóna eða huldumaður. Það er auðvitað fjarstæðukennd hugmynd að konungsfjölskyldan í Katar láni nafn sitt í sýndarviðskipum og enn óskiljanlegra að menn hafi verið dæmdir í fangelsi á þeim forsendum.

Al Thani staðfesti sjálfur í yfirheyrslu Sérstaks saksóknara að viðskiptin með bréfin í Kaupþingi hefðu verið raunveruleg. Al Thani er greinilega ekki af baki dottinn þegar kemur að viðskiptum í fjármálafyrirtækjum. Al Thani fjölskyldan orðin stærsti hluthafinn í Deutsche Bank sem hefur verið ein öflugasta fjármálastofnun heims, en Al Thani fjölskyldan er ein sú ríkasta í heiminum. Þetta sýnir hversu afvegaleidd umræðan var hér eftir hrun. Það átti bara að finna einhvern glæp og í Al Thani málinu var glæpurinn heimatilbúinn skáldskapur seðlabankastjóra sem hann matreiddu ofan í Sérstakan saksóknara í þeim tilgangi að beina athyglinni frá sér sjálfum og koma bankamönnum í fangelsi.“