*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 12. febrúar 2012 16:50

Álagningin frá 43% og upp í 55%

Innnes, 1912 ehf. og Íslensk Ameríska leggja drjúgt á vörur sem þau selja til verslana.

Arnór Gísli Ólafsson

1912 ehf. (Nathan & Olsen o.fl.) seldi vörur fyrir 4.600 milljónir árið 2010 en kostnaðarverð varanna nam 3.225 milljónum króna og samkvæmt því hefur félagið að meðaltali lagt um 43% á þær vörur sem félagið seldi til verslana (sem síðan leggja auðvitað sína álagningu á).

Innnes seldi vörur fyrir 3.716 milljónir en kostnaðarverð varanna var 2.514 milljónir þannig að fyrirtækið hefur að meðaltali lagt um 56% á vörur sem það seldi áfram.

Íslensk Ameríska seldi vörur fyrir 9.875 milljónir 2010 en kostnaðarverð seldra vara var 6.619 milljónir þannig að meðalálagningin hjá Íslensk Ameríska var um 49%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu . Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim