1912 ehf. (Nathan & Olsen o.fl.) seldi vörur fyrir 4.600 milljónir árið 2010 en kostnaðarverð varanna nam 3.225 milljónum króna og samkvæmt því hefur félagið að meðaltali lagt um 43% á þær vörur sem félagið seldi til verslana (sem síðan leggja auðvitað sína álagningu á).

Innnes seldi vörur fyrir 3.716 milljónir en kostnaðarverð varanna var 2.514 milljónir þannig að fyrirtækið hefur að meðaltali lagt um 56% á vörur sem það seldi áfram.

Íslensk Ameríska seldi vörur fyrir 9.875 milljónir 2010 en kostnaðarverð seldra vara var 6.619 milljónir þannig að meðalálagningin hjá Íslensk Ameríska var um 49%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu . Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.