Albertína Friðbjörg Elíasdóttir hefur ráðin framkvæmdastjóri EIMS, samstarfsverkefnis um nýsköpun á sviði orku-, umhverfis- og ferðamála á Norðausturlandi.

Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing standa að baki verkefninu og leggja því samtals til 100 milljónir króna. Einnig koma að verkefninu íslenski ferðaklasinn, íslenski jarðvarmaklasinn og atvinnuþróunarfélög á svæðinu.

Albertína hefur undanfarið starfað sem verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ, einnig hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði og verkefnastjóri og kennari hjá Háskólasetri Vestfjarða. Er hún menntuð sem landfræðingur og félagsfræðingur.