Álfyrirtækinu Alcoa, sem er stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna og móðurfélag Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði, verður skipt upp í tvö ný fyrirtæki á næstunni. Financial Times greinir frá þessu.

Þar kemur fram að fyrra fyrirtækið, sem mun halda nafni Alcoa, muni alfarið sjá um vinnslu og framleiðslu áls. Starfsemi seinna fyrirtækisins mun aftur á móti einskorðast við framleiðslu á hátæknivörum.

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að breytingarnar verði að fullu gengnar í gegn á fyrri helmingi næsta árs.