Senn líður að 25 ára afmæli Viðskiptablaðsins og því gaman að athuga hvernig fjölmiðlamarkaðurinn hefur þróast hvað tekjur varðar á þessum umhleypingatímum.

Að ofan er miðað við hlutfallslegar tekjur þeirra, reiknaðar út frá árinu 2017. Þar hafa mestu sviptingarnar verið hjá prentmiðlum, en dagblöðin urðu fyrir feiknahöggi með hruninu, sem þau hafa ekki jafnað sig á.

Ekki kemur á óvart hve netmiðlar hafa sótt sig (þó að tekjurnar séu enn frekar rýrar), en ljósvakamiðlar einkageirans hafa ekki undan neinu að kvarta. Ekki frekar en RÚV þar sem tekjustraumurinn haggast varla aldarfjórðunginn allan.