*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 11. júlí 2018 09:01

Aldrei fleiri flogið með Primera

Primera Air hefur flutt 556.219 farþega fyrstu 6 mánuði ársins og voru flugin á þessum tíma samtals 4.186.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Primera Air hefur fengið afhenta sína þriðju Airbus 321NEO flugvél en þessi flugvél verður notuð í flugi milli Parísar í Frakklandi og New York í Bandaríkjunum allt árið um kring. Tvær aðrar Airbus 321NEO bætast í hópinn á næstu vikum, en fjórða vél flugfélagsins verður afhent þann 26. júlí og sú fimmta þann 10.ágúst.

Primera Air hefur flogið með reglubundnum hætti frá London í Bretlandi til New York síðan í apríl, og hóf flug frá París til New York nú í lok maí. Að auki flýgur félagið til Toronto í Kanada, auk tveggja annarra borga í Bandaríkjunum; Boston og Washington.

Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Primera Air en það sem af er árinu 2018.

Primera Air hefur flutt 556.219 farþega fyrstu 6 mánuði ársins og voru flugin á þessum tíma samtals 4.186. Áður en árið er á enda verður félagið með 16 þotur í rekstri og 28 þotur í rekstri á árinu 2019.

Á Íslandi hefur félagið flogið 238 flug fyrstu 6 mánuði ársins og flutt 30 þúsund farþega til og frá landinu. Meðalsætanýting hefur verið góð, eða 85%.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim