*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 9. júlí 2016 10:51

Aldrei fleiri Íslendingar til útlanda

Íslendingar flykktust erlendis í júní og spilaði EM 2016 þar stórt hlutverk.

Ritstjórn
Fjöldi Íslendinga fór til Frakklands til að horfa á EM 2016.
epa

Fleiri Íslendingar héldu erlendis í júní en nokkru sinni hefur gerst áður í sama mánuðinum. Þá munaði litlu að met yrði slegið í fjölda erlendra ferðamanna sem koma til landsins í sama mánuði. Þetta kemur fram í yfirliti Ferðamálastofu.

67.000 Íslendingar fóru af landi brott í síðasta mánuði og var það bæting um 12.000 manns frá því í júní 2007. Nam fjölgunin frá því í fyrra 19.000 manns, eða um 40 prósentum.

Búast má við því að EM 2016 í Frakklandi hafi gegnt lykilhlutverki í þessari miklu aukningu, en íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á því móti og var talið að 6.000-10.000 Íslendingar hefðu verið á hverjum einasta leik. Vegna mótsins var að sögn Ferðamálastofu óvenju algengt í júní að einstaklingar færu oftar en einu sinni til útlanda í sama mánuðinum, en margir sneru heim og kusu að fara aftur út er Ísland komst áfram.

Erlendu ferðamennirnir sem komu til Íslands í síðasta mánuði voru 186.000 og er það nærri 50.000 manns meira en á sama tíma í fyrra. Metið var sett í ágúst í fyrra.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim