Metár var slegið í Evrópu í fyrra þegar 216 milljónir farþega flaug með lággjaldaflugfélögum. Þetta er 43% af öllum flugfarþegum sem fóru á milli evrópskra flugvalla og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Netmiðillinn Túristi fjallar um nýja samantekt frá ELFAA, samtökum tíu stærstu lággjaldaflugfélaga Evrópu, um málið.

Í umfjölluninni segir að sætanýting hafi að jafnaði verið 84% í flugunum. Til samanburðar var 81% sætanýting hjá Wow air í fyrra.

Langstærstu lággjaldaflugfélagin eru Ryanair og easyJet og Norwegian í þriðja sæti.