Árið 2015 fjárfestu kínversk fyrirtæki meira í erlendis en að erlendir fjárfestar fjárfestu í Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist. Frá þessu er greint á vef BBC.

Fjárfesting kínverskra fyrirtækja erlendis jókst um 18,3% upp í 145 milljarða dollara á árinu. Erlendir fjárfestar fjárfestu hins vegar fyrir um 135 milljörðum dollara Kína.

Hagvöxtur í Kína var sá lægsti sem mælst hefur í 25 ár en kínverska hagkerfið óx um 6,7% árið 2015. Í kjölfar þessa þá fjárfestu kínversk fyrirtæki mikið í evrópskum og bandarískum fyrirtækjum erlendis til að öðlast tækniþekkingu og áhrif. Til að mynda fjárfestu Kínverjar í fyrirtækjum á borð við dekkjaframleiðandann Pirelli, kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Legendary og þýska vélmennaframleiðandann Kuka.