Alfesca á í viðræðum um kaup á Oscar Mayer Ltd., breskt fyrirtæki sem framleiðir og selur tilbúna rétti undir vörumerkjum annarra og er mikilvægur birgir fyrir Sainsbury?s- og Morrisons-verslanakeðjurnar, að því er fram kemur í uppgjörsgögnum Alfesca.

Viðræður standa yfir en áreiðanleikakönnun og lokaákvörðun er eftir. Sala Oscar Mayer á árinu sem lauk í mars 2007 nam samtals 124 milljónum sterlingspunda eða um 16 milljarðar króna.

Er það í samræmi við áætlanir um vöxt og þróun félagsins, eru mögulegir fjárfestingarkostir sem aukið geta verðmæti félagsins til skoðunar með það að markmiði að styrkja stöðu þess á sviði matvælaframleiðslu.