*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Fólk 11. janúar 2019 15:39

Álfrún tekur við sem kynningarstjóri

Nýr kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Álfrún Pálsdóttir, var áður ritstjóri tímaritsins Glamour.

Ritstjórn
Álfrún Pálsdóttir er kynja- og fjölmiðlafræðingur sem starfað hefur í 12 í fjölmiðlum eins og Fréttablaðinu og Glamour.
Aðsend mynd

Álfrún Pálsdóttir hefur verið ráðin kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og hóf hún störf 4. janúar.

Álfrún er menntuð í fjölmiðla- og kynjafræði frá Háskólanum í Osló og á að baki 12 ára reynslu í fjölmiðlum, sem blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu og nú síðast sem ritstjóri tímaritsins Glamour.

Hún mun halda utan um, móta og bera ábyrgð á kynningarmálum Hönnunarmiðstöðvar og þeim verkefnum sem miðstöðin sinnir, auk þess að veita samfélagi hönnuða og arkitekta þjónustu á sviði kynningarmála.