Rússneska álfyrirtækið United Co Rusal, stærsta álframleiðslufyrirtæki heims utan Kína, er eitt af 12 rússneskum fyrirtækjum sem verður bannað að eiga viðskipti í Bandaríkjadölum. Er markmið Bandaríkjanna með aðgerðunum að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir afskipti af innanlandsmálum sínum, sem og inngrip í Úkraínu og Sýrlandi.

United Co Rusal, er eitt af 8 fyrirtækjum á listanum sem eru tengd rússneska milljarðamæringnum Oleg Deripaska, sem er nátengdur stjórnvöldum í Rússlandi.

Hefur gengi bréfa fyrirtækisins, sem er skráð í Hong Kong lækkað úr 4,64 hong kong dölum fyrir helgi í 2,32 dali við lokun markaða í landinu, eða um 50,43% á einum viðskiptadegi. Einn Hong Kong dalur jafngildir 12,58 íslenskum krónum.

Fór heildarmarkaðsvirði fyrirtækisins niður í 34,94 milljarða Hong Kong dali, sem jafngildir um 439,55 milljörðum íslenskra króna.
Álferð hefur hækkað á sama tíma um 4%, eða upp í 2.124 dali tonnið, sem kemur til viðbótar við 1,6% hækkun á föstudag.