*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 16. maí 2012 15:32

Álfyrirtækin skilja 94 milljarða eftir í hagkerfinu

Íslensku álfyrirtækin framleiddu ál fyrir 230 milljarða króna í fyrra. Það jafngildir 40% af heildarverðmæti útflutnings.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Íslensku álfyrirtæki keyptu raforku fyrir 42 milljarða króna í fyrra. Fyrir aðra vöru og þjónustu greiddu þau 32 milljarða og nam launakostnaður 14 milljörðum króna. Þá greiddu fyrirtækin 5,6 milljarða í opinber gjöld.

Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Guðmundssonar, formanns stjórnar Samtaka álfyrirtækja á ársfundi samtakanna sem fram fór í dag.

Í máli Ragnar kom m.a. fram að verðmæti álframleiðslu nam 230 milljörðum króna í fyrra og var það um 40% af heildarverðmæti útflutningsvara.

Þá benti Ragnar á að fjárfestingar áliðnaðarins á síðasta ári voru ríflega 28 milljarðar króna og tengdra greina um 14 milljarðar. Heildarfjárfestingar tengdum áliðnaði námu samkvæmt því 43 milljörðum króna eða 28% af heildarfjárfestingum atvinnuveganna.