*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 14. desember 2015 14:00

Alibaba kaupir fjölmiðil

Alibaba kaupir fjölmiðlasamsteypu í Kína fyrir um 34 milljarða króna.

Ritstjórn
Jack Ma, stofnandi Alibaba.
Haraldur Guðjónsson

Alibaba Group Holding hefur skrifað undir samning um yfirtöku á fjölmiðlasamsteypunni South China Morning Post (SCMP) fyrir um 266 milljónir Bandaríkjadala, um 34 milljarða króna. Kaupverðið verður allt greitt í peningum.

Núverandi stjórn SCMP segir ástæðuna fyrir sölunni vera að óvissu í kringum hefðbundna fjölmiðlun en Alibaba segir að félagið geti aukið við verðmæti fjölmiðilsins. Kaupin hafa vakið upp spurningar um vaxandi áhrif Kína á Hong Kong, þar sem fjölmiðillinn er skráður á markað, og að sjálfstæði ritstjórnar fjölmiðilsins sé í hættu. SCMP hefur í 112 ár gefið út dagblað á ensku, en félagið er stærsti fjölmiðill á ensku í Hong Kong.

Þetta eru ekki fyrstu kaup Albaba á fjölmiðlamarkaði en fyrir stuttu keypti hann ótilgreindan eignarhlut í China Business News fyrir um 194 milljón Bandaríkjadali, um 22 milljarða.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim