*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Erlent 11. nóvember 2015 08:48

Alibaba slær eigin met

Alibaba slær eigin sölumet á „einhleypradegi“ i Kína, seldi vörur fyrir 1.220 milljarða króna.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Netverslunin Alibaba sló eigin sölumet í gær, en þá var hinn svokallaði „einhleypradagur“, en þá versla Kínverskir neytendur fyrir þúsundir milljarða, í anda föstudagsins svarta. BBC greinir frá.

Alibaba segir að það hafi slegið metið, 9,3 milljarða bandaríkjadala, um 1220 milljarða króna ,fyrir miðjan dag. Á fyrsta klukkutímanum hafði félagið selt vörur fyrir 3,9 milljarða dala, sem er næstum tvöfalt það sem það seldi á sama tíma í fyrra. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir en Alibaba tilkynnti að á síðustu átta mínútunum fyrir miðnætti seldi félagið vörur fyrir um milljarð dala til viðbótar við það sem hafði selst yfir daginn.

Til samanburðar má nefna að á stærsta net-verslunardegi í Bandaríkjunum, Cyber Monday eru seldar vörur fyrir um 1,35 milljarð dala.

Stikkorð: Kína Alibaba Kína