*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Erlent 29. september 2014 10:59

Alibaba stofnar einkabanka

Alibaba hefur fengið samþykki frá kínverskum stjórnvöldum fyrir því að stofna einkabanka.

Ritstjórn
Jack Ma, stofnandi Alibaba.
Haraldur Guðjónsson

Alibaba hefur fengið samþykki frá kínverskum stjórnvöldum til þess að stofna einkabanka. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Fyrirtækið lauk nýverið stærsta hlutafjárútboði sögunnar í New York þegar það aflaði 25 milljarða bandaríkjadollara. Alibaba verður stærsti hluthafi bankans með 30% hlut, en hann verður staðsettur í Kína þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar. Aðrir hluthafar eru fyrirtækjasamstæðan Fosun með 25% hlut, Wanxiang Group með 18% hlut og Yintai með 16%.

Jack Ma, stofnandi Alibaba, komst nýlega á topp listans yfir ríkustu menn Kína. Eru auðæfi hans metin á 25 milljarða bandaríkjadollara.

Stikkorð: Alibaba Jack Ma