Kínverska netverslunin Alibaba hefur verið sett á svartan lista í Bandaríkjunum fyrir það að selja falsaðar vörur. Alibaba var fjarlægt af sama lista fyrir fjórum árum síðan - en samkvæmt bandarískum yfirvöldum - hefur síðan Taobao selt talsvert magn af fölsuðum vörum. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Fyrirtækið þvertekur fyrir ásakanirnar, og tekur fram að það standi í ströngu við það að fylgjast betur með söluvarningi sem fyrirfinnst á síðum sínum, en það gerði áður. Fyrirtækið benti jafnframt á að „pólitíska landslagið“ í Bandaríkjunum gæti haft áhrif á ákvörðunina.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sakað kínversk fyrirtæki um að stela hugviti frá öðrum fyrirtækjum og aðilum.

Forstjóri Alibaba Group, segist vonsvikinn með ákvörðunina, og efast um hvort að hún hafi verið byggð á staðreyndum, eða hvort að hún hafi orsakast vegna pólitíska landslagsins í Bandaríkjunum.