*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Innlent 8. desember 2009 10:25

Allar innstæður í Byr tryggðar

Frétt birt á upplýsingasvæði hins opinbera sem ítrekar að svo sé

Ritstjórn

Allar innstæður í Byr sparisjóði eru tryggðar að fullu samkvæmt frétt sem birtist á Island.is, upplýsinga- og þjónustuveitu fyrir almenning með heildstæðum upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfélaga.

Í fréttinni, sem birtist í gær, segir að „athygli skal vakin á að fyrri og ítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórna um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi eru tryggðar að fullu.“

Þetta hafi komið fram í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu frá föstudeginum 4.desember síðastliðnum þar sem greint var frá nýju frumvarpi til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Fréttina á Island.is má sjá hér.