Á sama tíma í fyrra var aflinn tæp 1.400 tonn, en Axel Helgason, formaður Landssambands smábátasjómanna, segir erfitt að draga neinar ályktanir fyrr en þessi mánuður er liðinn.

Hann segist ekki samt eiga von á að þátttakan aukist mikið þegar líður á sumarið.

„Þegar maður talar við karlana fyrir norðan þá var bara afkoma margra þeirra í fyrra svo léleg að þeir hafa horfið frá þessum veiðiskap.“

Líklegt er því að sjómenn séu að bakka út úr þessum veiðum margir hverjir, að minnsta kosti þeir sem hafa verið á þeim svæðum sem erfiðust eru.

„Það mun líklega fjölga á B-svæði og C-svæði eins og í fyrra þegar á líður, því þeir eru að veiða betur seinni part sumars, öfugt við D-svæði sem veiðir mest í maí og júní,“ segir hann.

„En þessi fækkun, þó hún sé ekki af góðum ástæðum tilkominn, mun verða til þess að nánast örugt er aflinn sem settur er í kerfið dugar til að tryggja 12 daga í ágúst.“

[email protected]