*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 17. júlí 2018 16:58

Allavega 15 milljarðar ekki gefnir upp

Í þeim málum sem er lokið hafa skattstofnar verið vanframtaldir um 15 milljarða, og RSK hefur hækkað álagningu um 500 milljónir.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingar og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði í dag fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.

Meðal þess sem fram kom í svarinu er að Skattrannsóknastjóri hefur lokið rannsókn í alls 89 Panama-málum. 57 málum hefur verið vísað til héraðssaksóknara, í 18 málum hefur verið gerð sektarkrafa, og einu verið lokið með sekt. Í 9 málum hefur refsimeðferð verið felld niður.

Á grundvelli framsendra gagna frá Skattrannsóknastjóra stofnaði Ríkisskattstjóri tæp 200 mál og sendi öllum aðilunum bréf, en í október 2017 hafði 187 þeirra ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. RSK taldi sig ekki hafa lagaheimildir til frekari aðgerða, en taldi þó möguleika á að ná frekari upplýsingum, og sendi málin aftur til Skattrannsóknastjóra.

Í þeim málum sem rannsókn er lokið á nema vanframtaldir undandregnir skattstofnar samtals um 15 milljörðum króna, og eru aðallega fjármagnstekjur. Gjaldbreytingar RSK á grundvelli rannsókna byggðra á gögnunum nema um 500 milljón krónum, en óljóst er hversu mikið af þeirri álagningu muni innheimtast.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim