Tryggingafélagið Allianz Ísland hf. söluumboð hagnaðist um 480,9 milljónir króna árið 2016 borið saman við 427,8 milljónir árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016.

Rekstrartekjur lækkuðu úr 1.212 milljónum króna í 1.201 millj­ón milli ára, en rekstrarkostnaður lækkaði úr 686 milljónum í 631,1 milljón í fyrra. Rekstrarhagnaður jókst milli ára og var 570 milljónir árið 2016 borið saman við tæplega 526 millj­ónir árið áður.

Eignir jukust úr 930 milljónum króna í lok árs 2015 í 1.219,8 milljónir í árslok í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins hækkaði úr 76,4% í 77,2% milli ára. Handbært fé hækkaði um 239,7 milljónir árið 2016 borið saman við 429,6 milljónir árið 2015. Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 1994 og býður Íslendingum persónutryggingar, þ.e. lífeyris-, líf-, slysa- og heilsutryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG. Nýverið flutti Allianz á Íslandi í nýjar höfuðstöðvar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.

Framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi sagði í samtali við Viðskiptablaðið nýverið eftirfarandi um rekstrarárið 2016:

„Fyrirtækið vex og dafnar. Fleiri og fleiri Íslendingar eiga við okkur viðskipti. Ímynd okkar styrkist, markaðshlutdeild eykst sem og traust til Allianz. Allir þessir mælikvarðar sem skipta máli fara í rétta átt. Við finnum fyrir því í auknum við­ skiptum og aukningu í viðskiptavinum sem eru hjá Allianz og þeim hluta Íslendinga sem treysta Allianz fyrir sínum málum. Það er aukning í öllu: Lífeyristryggingum, líftryggingum, slysatryggingum, barnatryggingum, það er aukning í öllum þessum flokkum hjá okkur,“ segir Eyjólfur