*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 15. október 2008 10:57

"Allir hrægammar heimsins safnast saman í Reykjavík"

Ritstjórn

„Það eru allir heimsins hrægammar að safnast saman í Reykjavík til  þess að kaupa eignir á "bottom" verðum," sagði maður sem þekkir vel til í islensku viðskiptalífi í samtali við vb.is í morgun.

Viðmælandi blaðsins var að vísa til þeirra aðila sem eru kallaðir "Vulture Capitalists" á ensku eða hrægammar og sitja um að komast yfir eignir á útsöluverði líkt og gammarnir sem nærast á hræjum í dýraríkinu.

Talið er að um 100 starfsmenn slíkra aðila hafi verið komnir til Reykjavíkur í gær.

Í fréttum Viðskiptablaðsins hefur þegar verið skýrt frá því að fyrirtækið Texas Pacific Group, sem er einn stærsti einkafjárfestingarsjóður heims, hafi sent fulltrúa til landsins tl þess að bjóða í skuldir Baugs á Bretlandi í samkeppni við Philip Green, viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 

Fjárfestingarsjóðirnir Permiea opg Alchemy hafa einnig verið nefndir sérstaklega til sögunnar í erlendum fjölmiðlum í sambandi við uppkaup á eigum Íslendinga.