Hreiðar Már Sigurðusson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaðir fyrir umboðssvik.

Hreiðar og Sigurður voru ákærði fyrir að misnota aðstöðu sína á síðustu vikunum fyrir hrun með því að lána hátt í 70 milljarða til aflandsfélaga í eigu Ólafs Ólafssonar, Kevins Stanfords og fleiri vildarviðskiptavina Kaupþings.

Hreiðar Már og Magnús hafa þegar fengið hámarksdóma, eða sex ára fangelsi en Sigurður fimm ár. Saksóknari fór, við aðalmeðferð málsins, fram á að refsiauki almennra hegningarlaga yrði nýttur og refsing aukin um allt að helming, það er að mennirnir fengju refsingu umfram hámarksrefsingu. Verjendur þeirra fóru hins vegar fram á frávísun málsins.

Þremenningarnir voru ákærðir fyir lán til Chesterfield United Inc., Partridge Mana­gem­ent Group S.A. og eign­ar­halds­fé­laga þeirra, samtals um 510 millj­ón­ir evra haustið 2008.

Þetta kemur fram á RÚV en dómurinn hefur ekki verið birtur.