Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ef Ísland gengur úr Schengen-samstarfinu hefði það líklegast þau áhrif að allir sem koma inn í landið myndu þurfa að gangast undir vegabréfsskoðun. Túristi greinir frá þessu. Þeir sem eru á leið til útlanda myndu þó aðeins þurfa að sína vegabréf sín á áfangastað.

Suðurbygging Leifsstöðvar er hönnuð til að aðskilja farþega sem ferðast innan Schengen-svæðisins frá farþegum utan Schengen. Að sögn Guðna myndi vegabréfsskoðunin vera á sama stað og hún er núna ef Ísland gengi úr Schengen, en að uppsetningunni yrði breytt.

Skiptifarþegar myndu þó ekki þurfa að gangast undir vegabréfsskoðun, en þeir eru um helmingur allra farþega Icelandair og stór hluti farþega WOW air.