„Ég hef stundum sagt að það muni allir verða jafn svekktir yfir tillögunum,“ segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndar sem mun á næstunni leggja fram tillögur um hvernig bæta megi rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði nefndina í byrjun árs.

Erfitt rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi hefur reglulega verið til umfjöllunar, sem flestir voru reknir með tapi á síðasta ári þrátt fyrir 7,4% hagvöxt. Fréttatíminn fór í þrot fyrr á þessu ári og Pressan er í greiðslustöðvun. Birtingur gerði samkomulag um afskriftir skulda á síðasta ári og þá voru Árvakur, Stundin og Kjarninn öll rekin með tapi. En 22 milljóna króna hagnaður var af rekstri 365 miðla 2016.

Björgvin segir tillögur nefndarinnar liggja fyrir og unnið sé að lokafrágangi. Stefnt hafði verið að því að ljúka skýrslunni í september en Björgvin segir boðun alþingiskosninga hafa tafið vinnu nefndarinnar. Fjölmiðlar séu ólíkir í eðli sínu og hafi ólíka hagsmuni en kallað hafi verið eftir tillögum frá öllum einkareknum fjölmiðlum