Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði í gær lögbann á að stjórn ISAL, fimm af sex framkvæmdastjórum og staðgenglum framkvæmdastjóra rafgreiningar og steypuskála væri meinað að skipa út áli. Niðurstaða sýslumanns var auk þess að óumdeilt væri að forstjóra, framkvæmdastjóra fjármálasviðs og verkstjóra flutningasveitar væri heimilt að skipa álinu út þannig að alls er um að ræða 10 starfsmenn og 5 stjórnarmenn.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fyrirtækið taldi að mun stærri hópi stjórnenda væri heimilt að skipa út áli þannig að segja má að báðir aðilar hafi fengið málstað sinn að einhverju leyti viðurkenndan.

Alla jafna fara um 4.000 tonn af áli vikulega frá Straumsvík, en ekki er ljóst hversu stóran hluta af því verður hægt að skipa. Stjórnendur munu skipta út eins miklu og þeir geta meðan skipið er í höfn.