Á tveimur mánuðum hefur verð á banönum hækkað um 106% í Víði verð á Pepsí um 41% í Hagkaup og verð á smjöri um 40% í Samkaupum að því er fram kemur í verðkönnun ferðaþjónustusíðunnar Must See in Iceland .

Voru 11 verslanir heimsóttar, annars vegar 22. og 23. ágúst og aftur 8. og 9. nóvember, og mældi síðan töluvert miklar verðhækkanir en í einhverjum tilvikum verðlækkanir á milli mælidaga. Costco var ekki meðal þeirra sem voru heimsóttar, en Kostur og Bónus voru með flestar vörur ódýrastar, eða fjórar í báðum tilvikum, en 10-11 með flestar dýrustu vörurnar, eða 9.

Fyrir utan verðhækkun á banönum í Víði frá 189 krónum upp í 389 krónur, hefur verð á hálfslítra dós af Pepsí hækkað um 41%, í Hagkaup, úr 98 krónum upp í 149 krónur. Í Samkaup hækkaði smjör um 40%, úr 501 krónu upp í 757 krónur. Mesti verðmunurinn af öllum vörum var á pepsídósinni, sem var 111,6% milli dýrustu og ódýrustu versluninni, en þetta er samdráttur frá síðustu könnun þegar verðmunurinn nam 120%.

Nettó hækkaði verð á flestum vörum, eða 6, en Hagkaup næst flestum eða 4. Samkaup og Fjarðarkaup hækkuðu í fæstum tilvikum, hvort, eða einu af ellefu vörum, meðan Nóatún lækkaði verð á tveimur vörum, meðan Krónan, Iceland, Kostur og Víðir lækkuðu verð á einni vöru.