*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 4. október 2017 13:37

Allt grænt í kauphöllinni

Tryggingafélög hækka öll um meira en 4%, en eina fyrirtækið sem ekki hækkar er HB Grandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,18% í viðskiptum morgunsins en ekkert fyrirtæki hefur lækkað í viðskiptum dagsins. Eina fyrirtækið sem ekki hækkar er HB Grandi, en önnur fyrirtæki hafa hækkað, þar af öll nema N1 og Nýherji um meira en 1%, en þau tóku góða hækkun í gær eins og Viðskiptablaðið sagði frá.

Tvö félög til viðbótar hafa svo hækkað um 2% eða meira, það er Reitir og Eimskip, en önnur hafa hækkað meira en 3%. Fjögur félög hafa svo hækkað um meira en 4%.

Þegar þetta er skrifað hefur gengi bréfa VÍS hækkað mest, eða um 5,38% í 225 milljónir króna. Eik hefur hækkað um 4,95% í 70 milljón króna viðskiptum, Sjóvá um 4,62% í 404 milljón króna viðskiptum og TM um 4,19% í 329 milljón króna viðskiptum.