*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 20. september 2018 16:46

Allt rautt í kauphöllinni

Öll félög sem ekki stóðu í stað lækkuðu í kauphöllinni í dag. Heildarvelta nam 1,2 milljörðum og úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8%.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Af þeim 18 félögum sem skráð eru á aðalmarkað kauphallarinnar, stóðu hlutabréf fjögurra í stað, en hin 14 lækkuðu öll. Heildarvelta nam 1,2 milljörðum og úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 0,84%.

Mest lækkuðu fasteignafélögin, Reitir um 2,2% í 59 milljón króna viðskiptum, Reginn um 2,1 % í 38 milljón króna viðskiptum, og Eik um 1,2% í 76 milljón króna viðskiptum.

Mestu viðskiptin voru með bréf Eimskips, upp á samtals 272 milljónir, en gengi þeirra lækkaði um 0,9%. Næst komu bréf N1 með 1,7% lækkun í 126 milljón króna viðskiptum, og Icelandair með 0,9% lækkun í 105 milljón króna viðskiptum. Viðskipti með önnur félög námu undir 100 milljónum króna.

Stikkorð: Kauphöll
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim