Íbúðalánasjóður hefur sett upp upplýsingavef um hin nýju Leiguheimili sem frumvarp Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra hefur heimilað.

Verða þar algengum spurningum um Leiguheimili svarað, tekið er við skráningum á póslista og fólk beðið um að svara nokkrum spurningum um húsnæðisþarfir sínar.

Eru upplýsingarnar meðal þeirra gagna sem litið verður til þegar ákvörðun er teking um úthlutun stofnframlaga.

Er tilgangurinn tvíþættur, annars vegar að kortleggja þörfina með því að biðja fólk um að fylla út hvar það vill búa og hversu stórt húsnæði það þarf á að halda og hins vegar að komast í beint samband við þann hóp sem Leiguheimin geta hentað.