Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,12% í dag og endaði í 1.797,52 stigum. Vísitalan hefur hins vegar lækkað um 4,41% frá áramótum.

Mest hækkun í Icelandair

Í dag hækkaði mest gengi bréfa í Icelandair Group eða um 2,09% í 238 milljón króna viðskiptum. Verð á hvert bréf félagsins nemur nú 31,75 krónum á hlut. Gengi bréfa Haga hækkuðu einnig töluvert eða um 1,90% í 189 milljón króna viðskiptum. Verð á hvert bréf nemur þá 45,50 krónum.

Mestu viðskiptin voru þó með bréf í Marel eða sem nemur 283 milljón krónum og nam hækkunin 0,88% og var verð á hvert bréf félagsins 256,75 krónur í lok dags.

Tryggingamiðstöðin lækkaði

Bréf í Nýherja lækkuðu um 2,03% í óverulegum viðskiptum og enduðu bréf þeirra á að kosta 16,90 krónur en bréf Tryggingamiðstöðvarinnar lækkuðu um 0,50% í viðskiptum uppá 60 milljónir. Verð á hvert bréf félagsins er þá 20,00 krónur.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 6,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 5,4 milljarða viðskiptum.