Japanska jenið veiktist eilítið gagnvar Bandaríkjadal í viðskiptum á mörkuðum í nótt. Væntingar eru á markaðnum um frekari stýrivaxtalækkanir, en búist er við að seðlabankastjóri landsins, Haruhiko Kuroda, ræði möguleikann á því á fundi á morgun.

Hreyfingar helstu vísitala á mörkuðum næturinnar:

  • Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 0,32%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 0,68%
  • Taiwan Weighted lækkaði um 0,68%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 0,03%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína lækkaði um 0,84%
  • Einnig FTSE China A50 vísitalan sem lækkaði um 0,50%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu  lækkaði um 0,21%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan hækkaði hins vegar um 0,77%