*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 26. febrúar 2016 12:37

Almenni lífeyrissjóðurinn ósammála FME

Almenni lífeyrissjóðurinn telur ákveðin viðskipti ekki hafa brotið í bága við lög og íhugar viðbrögð við ákvörðun FME.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Almenni lífeyrissjóðurinn er ósammála niðurstöðu FME um að sekta sjóðinn vegna brota á reglum um innherjaviðskipti. Telur sjóðurinn að þau viðskipti sem um ræðir hafi ekki brotið gegn ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti. Í yfirlýsingu lífeyrissjóðsins segir að það sé einnig mat þeirra óháðu sérfræðinga sem sjóðurinn ráðfærði sig við vegna athugunar á umræddum viðskiptum. Af hálfu sjóðsins verður farið nánar yfir niðurstöðu FME og viðbrögð sjóðsins við henni.

Í yfirlýsingu Almenna lífeyrissjóðsins segir m.a:

„Sjóðurinn hefur ekki litið á að það séu innherjaupplýsingar þegar miðlari leitar eftir besta verði fyrir hönd seljanda og setur fram hugmyndir um verð við mögulega kaupendur, sem í þessu tilviki voru ekki í takt við verð annara skuldabréfaflokka. Sjóðurinn telur að almennt líti aðrir aðilar á markaði ekki á slíkar upplýsingar sem innherjaupplýsingar, enda geti verið erfitt fyrir aðila á markaði að meta hvenær slíkar þreifingar geti falið í sér innherjaupplýsingar. Telur sjóðurinn óeðlilega langt gengið hjá FME í túlkun sinni um þetta í þessu tilviki.

Sjóðurinn er ósammála því mati FME að enginn vafi hafi leikið á að nýr skuldabréfaflokkur yrði seldur miðað við þá ávöxtunarkröfu sem miðlari lagði til fyrir hönd seljanda. Þess vegna hafi umræddar upplýsingar ekki verið nægilega tilgreindar í skilningi laga.

Það er einnig mat sjóðsins að verðmunur í viðskiptum sjóðsins, sem FME sektar fyrir, hafi verið innan hefðbundins samningsbils í skuldabréfaviðskiptum (í þessu tilviki 20p eða 0,2% munur á ávöxtunarkröfu) og hafi því ekki haft marktæk áhrif á markaðsverð.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim