*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 31. mars 2014 11:00

Almenni lífeyrissjóðurinn sá besti

Tímaritið World Financi tilnefndi fjóra íslenska lífeyrissjóði til verðlauna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Almenni lífeyrissjóðurinn er besti lífeyrissjóður landsins, að því er fram kemur í tímaritinu World Finance. Lífeyrissjóðurinn Almenni var einn fjögurra íslenskra lífeyrissjóða sem voru tilnefndir til verðlaunanna og einn 24 um allan heim sem hljóta verðlaunin. Í umfjöllun tímaritsins um lífeyrissjóðinn segir að með hækkandi meðalaldri og auknum sveiflum á mörkuðum undanfarin ár hafi landslag lífeyrissjóða breyst. Áhættudreifing skipti nú meira máli en nokkru sinni fyrr. 

Verðlaunin eru veitt þeim lífeyrissjóði á hverju svæði sem veitir bestu þjónustuna og nýtir best þau tækifæri sem fyrir hendi eru.

World Finance er alþjóðlegt tímarit um fjármál sem kemur út annan hvorn mánuð. Blaðið er með  höfuðstöðvar í London en árlega veitir tímaritið verðlaun þeim fyrirtækjum sem þykja skara framúr á ýmsum sviðum fjármálaþjónustu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim