Öldungadeild Bandaríkjaþings náði ekki að semja um framlengingu á fjárlögum í gærkvöldi og því hefur bandarískum alríkisstofnunum verið lokað enda fá þær ekki greiðslur og geta ekki borgað laun.  Þetta gerðist síðast árið 2013 en þá varði lokunin í 16 daga.

Þó greiðslustöðvunin nái til langflestra stofnana er ákveðin grunnþjónusta undanþegin, eins og t.d. bráðamóttaka sjúkrahúsa og rafmagnsveitur.

Donald Trump fagnar í dag eins árs setu í forsetastólnum en óhætt er að segja að greiðslustöðvunin setji svartan blett á þann áfanga.